Eitt verkanna á sýningu Jonnu.
Eitt verkanna á sýningu Jonnu.
Myndlistarkonan Jonna – Jónborg Sigurðardóttir opnar sýninguna Tíðahvörf í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri í dag, laugardag, kl. 14. Er sýningin aðeins opin þessa einu helgi. Verkin sem hún sýnir eru unnin úr OB-töppum og akrýlmálningu.

Myndlistarkonan Jonna – Jónborg Sigurðardóttir opnar sýninguna Tíðahvörf í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri í dag, laugardag, kl. 14. Er sýningin aðeins opin þessa einu helgi.

Verkin sem hún sýnir eru unnin úr OB-töppum og akrýlmálningu. Um síðustu aldamót hóf Jonna, sem er virk í listalífinu á Akureyri, að nota OB-tappa í myndsköpun og um verkin segir hún: „Hormónarnir taka völdin, bless blóð, halló þroski og gleði!“