8. nóvember 1994 | Menningarlíf | 240 orð

Nýjar bækur Saga Halldóru Briem arkitekts Kveðja frá annarri strönd - Saga

Nýjar bækur Saga Halldóru Briem arkitekts Kveðja frá annarri strönd - Saga Halldóru Briem eftir Steinunni Jóhannesdóttur er komin út.

Nýjar bækur Saga Halldóru Briem arkitekts Kveðja frá annarri strönd - Saga Halldóru Briem eftir Steinunni Jóhannesdóttur er komin út. Sagt er frá bernsku Halldóru á Hrafnagili í Eyjafirði, Mosfelli í Grímsnesi og á Akranesi þar sem faðir hennar, séra Þorsteinn Briem, þjónaði sem prestur. Halldóra settist í stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík meðal fyrstu kvenna og lauk þaðan stúdentsprófi 1935.

Þá er sagt frá náms- og þroskaárum Halldóru í Stokkhólmi. Þar var hún m.a. samtíða frænda sínum Eiríki Briem, Jónasi Haralz, Halldóri Jónssyni, Sigurði Þórarinssyni o.fl. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til þess að læra arkitektúr og hlaut sérstaka viðurkenningu í Svíþjóð á sínu sviði. Á námsárunum í Stokkhólmi kynntist Halldóra verðandi eiginmanni sínum, læknanemanum Jan Ek. "Fjölskyldusaga þessarar íslensku konu í Svíþjóð er baráttusaga. Hjónaband hennar og Jans Ek var stormasamt og erfiðleikar hennar við að sameina eigin starfsframa og uppeldi barna voru miklir. Eftir að hún var orðin ekkja með fimm börn skaut hún skjólshúsi yfir fjölda Íslendinga í Stokkhólmi," segir í kynningu útgefanda.

Á lífsleiðinni var Halldóra í vinfengi við marga andans menn svo sem Halldór Laxness, Jón Helgason, Olof Lagercrantz og listakonuna Siri Derkert. Halldóra lést í Stokkhólmi 21. nóvember 1993 skömmu eftir að Steinunn hafði lokið ritun bókarinnar.

Saga Halldóru Briem er 327 bls. í stóru broti prýdd á annað hundrað ljósmynda af fjölskyldu, vinum og atburðum. Prentvinnsla Oddi hf., útgefandi er Hörpuútgáfan á Akranesi. Bókin kostar 3.580 krónur.

Halldóra

Briem

Steinunn

Jóhannesdóttir

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.