Björk Guðmundsdóttir
Björk Guðmundsdóttir
Námskeið fyrir kennara um aðferðafræði Biophiliu-menntaverkefnisins og þær fjölbreyttu leiðir sem nýta má í skólastarfi var haldið á Ísafirði 15. ágúst sl.

Námskeið fyrir kennara um aðferðafræði Biophiliu-menntaverkefnisins og þær fjölbreyttu leiðir sem nýta má í skólastarfi var haldið á Ísafirði 15. ágúst sl. og hafa þegar verið haldin námskeið á Reyðarfirði og Selfossi og framundan eru námskeið á Akureyri í september og fyrir nágrannasveitafélög Reykjavíkur síðar í haust, skv. tilkynningu frá stjórnarráðinu.

Frá árinu 2011 hafa kennarar og skólar í Reykjavík og síðar á Norðurlöndunum tekið þátt í að þróa og kenna verkefnið sem byggt er á samnefndu listaverki Bjarkar Guðmundsdóttur, segir þar. Markmiðið er að kenna börnum á skapandi hátt um tónlist og náttúruvísindi með aðstoð tækni og þverfaglegra kennsluhátta.