Jón er ómyrkur í máli er kemur að íslenskum framleiðendum og tökum stóru keðjanna á þeim, eins og hann orðar það. „Ég sá í fréttum á dögunum að byrjað væri að urða grænmeti.

Jón er ómyrkur í máli er kemur að íslenskum framleiðendum og tökum stóru keðjanna á þeim, eins og hann orðar það. „Ég sá í fréttum á dögunum að byrjað væri að urða grænmeti. Ég fæ fund með Sölufélagi garðyrkjumanna í byrjun júlí og býð þeim að hafa grænmetismarkað í Kosti þeim svo til að kostnaðarlausu. Svo gerðist ekkert í mánuð, þar til í gær [föstudag] þegar ég fæ tölvupóst með verði og extra afslætti til okkar. Á sama tíma rek ég augun í auglýsingu frá Bónus á vísir.is þar sem útsöluverðið er það sama og heildsöluverðið sem sölufélagið er að bjóða okkur með afslætti að viðbættum vaski! Hvernig í ósköpunum eigum við að geta boðið okkar viðskiptavinum upp á þetta? Ekki er ég að fara fram á sama verð en það hlýtur að vera einhver millivegur í þessu öllu saman. Þetta er því miður viðskiptaumhverfið sem við búum við í dag.“

Frábær páskaeggjatilboð

Jón Gerald segir að dæmið hér á undan sé ekki einsdæmi. Sama hafi til dæmis gerst við kaup á páskaeggjum frá íslenskum framleiðanda. „Hann sendir okkur frábær tilboð í páskaegg en síðan kemur í ljós að það er ódýrara fyrir okkur að kaupa eitt stykki út úr búð en að kaupa það í pallavís frá framleiðandanum. Þetta er þessi fákeppni sem ég er að tala um. Þeir eru greinilega undir þrýstingi frá stóru aðilunum í verði, svo við eigum ekki að geta keppt við þá í verði nema við seljum undir kostnaðarverði.“