Sigurbjörg Þrastardóttir
Sigurbjörg Þrastardóttir
Litla ljóðahátíðin í Norðausturríki hefst í dag og stendur til og með 27. ágúst. Átta viðburðir eru á dagskrá hennar á svæðinu frá Siglufirði til Berufjarðar og er hátíðin nú haldin í fimmta sinn með því sniði, þ.e.

Litla ljóðahátíðin í Norðausturríki hefst í dag og stendur til og með 27. ágúst. Átta viðburðir eru á dagskrá hennar á svæðinu frá Siglufirði til Berufjarðar og er hátíðin nú haldin í fimmta sinn með því sniði, þ.e. á Norður- og Austurlandi, og munu skáld ferðast á milli svæðanna.

Aðalgestir hátíðarinnar eru skáldin Þórunn Jarla Valdimarsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir, Kristín Ómarsdóttir og Jón Örn Loðmfjörð en auk þeirra munu Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Vilhjálmur B. Bragason, Steinunn Ásmundsdóttir og Jóhann Valur Klausen koma fram.

Fyrsti viðburðurinn er ljóðakvöld í Deiglunni í Listagilinu á Akureyri í kvöld kl. 20 og á morgun kl. 12 verður boðið upp á súpu og ljóð í verbúð 66 í Hrísey og kl. 20 verður haldið ljóðakvöld í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Á laugardaginn verður boðið upp á ljóðadagskrá í Skriðuklaustri í Fljótsdal kl. 14 og kl. 20 hefst ljóðakvöld í Beituskúrnum í Neskaupstað. Á sunnudaginn kl. 12 lýkur svo hátíðinni með súpu og ljóðum í Havaríi á Karlsstöðum í Berufirði.