— Morgunblaðið/Brynjar Gauti
24. ágúst 1968 Norræna húsið í Reykjavík var vígt. Það var byggt eftir teikningum Finnans Alvars Aaltos. Fyrsti forstöðumaður hússins var Norðmaðurinn Ivar Eskeland. 24.

24. ágúst 1968

Norræna húsið í Reykjavík var vígt. Það var byggt eftir teikningum Finnans Alvars Aaltos. Fyrsti forstöðumaður hússins var Norðmaðurinn Ivar Eskeland.

24. ágúst 2004

Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Hillary kona hans komu til landsins. Bill ræddi við forseta Íslands og forsætisráðherra, skoðaði Þingvelli og fór í gönguferð um Reykjavík og fékk sér pylsu.

24. ágúst 2008

Landslið Íslands í handknattleik hlaut silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. „Aldrei hefur íslenskt landslið flogið hærra, farið hraðar eða spilað af jafnmiklum styrk og á Ólympíuleikunum,“ sagði í ritstjórnargrein Morgunblaðsins. „Ótrúlegt afrek,“ sagði Fréttablaðið.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson