Hjálmar Þorsteinsson
Hjálmar Þorsteinsson
Konur sem eru með BRCA-stökkbreytingu í genum sem eykur áhættuna á að fá krabbamein í brjóst og eggjastokka geta nú farið í fyrirbyggjandi brjóstnám og uppbyggingu á Klíníkina í Ármúla og fengið það greitt af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ).

Konur sem eru með BRCA-stökkbreytingu í genum sem eykur áhættuna á að fá krabbamein í brjóst og eggjastokka geta nú farið í fyrirbyggjandi brjóstnám og uppbyggingu á Klíníkina í Ármúla og fengið það greitt af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Nýverið tóku Sjúkratryggingar ákvörðun um að greiða að fullu fyrir brjóstaaðgerðir BRCA-kvenna á Klíníkinni en hingað til hafa konur eingöngu getað farið í slíkar aðgerðir á Landspítalanum ef þær hafa ekki viljað borga fyrir aðgerðirnar sjálfar að fullu. Úrskurðarnefnd velferðarmála komst að þeirri niðurstöðu að það stæðist ekki lög að neita konum um greiðsluþátttöku vegna þessara aðgerða hjá Klíníkinni og er gjaldskráin nú tilbúin hjá SÍ.

Hjálmar Þorsteinsson, læknir og framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, segir það gríðarlega stórt skref fyrir Klíníkina að fá þennan úrskurð og vonist hann til að hann verði til þess að greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga í öðrum aðgerðum hjá Klíníkinni verði endurskoðuð. 30 og 32