Hér kemur ein skemmtileg uppskrift sem við á Matarvefnum erum mjög hrifin af og mælum með út á grískt jógúrt. Það má vel nota ferskar döðlur, stevíu eða aðra sætu í stað hunangs ef fólk vill. Grænu berin eru gjarnan höfð með, nokkur stykki til að hjálpa sultunni að þykkna.
Hollari rifs- og hindberjasulta
400 g hindber
1 dl appelsínusafi
1 dl hunang
Rabbabars-sultan
Hér kemur uppskrift að rabarbarasultu frá Bryndísi Sveinsdóttur, eiganda RabbaBarsins á Hlemmi Mathöll. Leyndarmálið við rabarbarann er að leggja hann í bleyti daginn áður, þá nær maður besta bragðinu fram að sögn Bryndísar.
800 g sykur
Eftir nóttina er sultan látin ná upp suðu við miðlungshita (passa að brenna ekki sykurinn) og það er mikilvægt að hræra stöðugt í.
Þegar sykurinn er bráðnaður á að lækka hitann örlítið og láta sultuna malla í u.þ.b. 30 mínútur, má vera lengur, fer eftir smekk. Hreinsið froðuna sem kemur við suðu með gataspaða.
Hellið sultunni í heitar sótthreinsaðar krukkur og setjið lok á þær – og þá er hægt að geyma sultuna í marga mánuði.
Það má minnka sykurinn en þá geymist hún ekki eins vel. Einnig er hægt að nota döðlur til að ná fram sætunni sem þarf til að taka súra bragðið af rabarbaranum eða önnur náttúruleg sætuefni.
Leiðbeiningar um hvernig á að sótthreinsa krukkurnar og lokin:
Þrífið krukkurnar vel með sjóðandi heitu sápuvatni og mikilvægt að skola þær vel.Hægt er að sjóða krukkurnar í potti í ca. 10 mínútur til að sótthreinsa þær eða baka þær í 20 mínútur í ofni.
Mikilvægt er að fylla á krukkurnar heitar og fylla þær vel.
tobba@mbl.is