Sigurjón og Guðfinna Út að borða með stórfjölskyldunni á sunnudag.
Sigurjón og Guðfinna Út að borða með stórfjölskyldunni á sunnudag.
Sigurjón Örn fæddist í Garðabæ, bjó fyrstu sjö árin í Kópavogi, síðan í Bandaríkjunum í tvö ár, kom aftur í Garðabæinn er hann var 10 ára og hefur átt þar heima lengst af síðan.

Sigurjón Örn fæddist í Garðabæ, bjó fyrstu sjö árin í Kópavogi, síðan í Bandaríkjunum í tvö ár, kom aftur í Garðabæinn er hann var 10 ára og hefur átt þar heima lengst af síðan.

Eiginkona Sigurjóns er Guðfinna Björk Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri hjá Garðabæ, og á hún tvo syni sem eru stjúpsynir Sigurjóns, þá Kristjan Andra og Stefán Gunnarssyni.

Sigurjón lærði rafmagns- og tölvufræði og lauk MSc.-prófi í rafmagns- og tölvuverkfræði frá HÍ. Hann starfar hjá Tern Systems, sem er hugbúnaðarfyrirtæki í eigu Isavia. Þar vinnur Sigurjón að gerð og þróun flugleiðsögukerfa fyrir flugumferðarstjórn.

Það er eins gott, Sigurjón, að þú gerir ekki mistök. Ertu ekki með líf okkar allra í lúkunum þegar við ferðumst milli landa?

„Ég myndi nú ekki orða það svo. Að svona verkefnum kemur fjöldi manns og allt er margprófað. Hins vegar má segja að flugumferðarsvæði Isavia sé eitt það víðfeðmasta í heimi og flugumferðin á Norður-Atlantshafi fer sívaxandi. En auk þess höfum við hannað kerfi fyrir flugvelli í Suður-Kóreu og Indónesíu.“

Hvað á að gera á afmælisdaginn?

„Ég mæti bara í vinnuna eins og venjulega en á sunnudaginn fer stórfjölskyldan út að borða, þ.e. við hjónin og strákarnir, unnusta annars þeirra, systir mín, foreldrar og tengdaforeldrar. Það er búið að panta borð á Mathúsi Garðabæjar, heitasta staðnum í Garðabæ.“