Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna, bikarkeppni KSÍ, hefur verið færður um einn dag, og fer þar af leiðandi fram laugardaginn 9. september í stað föstudagsins áttunda. Mun það vera gert til að auðvelda stuðningsmönnum ÍBV að mæta á leikinn.

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna, bikarkeppni KSÍ, hefur verið færður um einn dag, og fer þar af leiðandi fram laugardaginn 9. september í stað föstudagsins áttunda. Mun það vera gert til að auðvelda stuðningsmönnum ÍBV að mæta á leikinn.

Karlalið ÍBV mætir KR í Pepsi-deildinni kl. 14 sama dag, en liðið varð bikarmeistari á dögunum. Bæði lið ÍBV voru í bikarúrslitum í fyrra, en þá var leikur kvennaliðsins á föstudegi.

Úrslitaleikur Stjörnunnar og ÍBV fer því fram 9. september kl. 17.00 á Laugardalsvelli.

ÍBV hefur möguleika á að vinna bikarkeppnina bæði í karla- og kvennaflokki. Karlalið ÍBV vann fyrr í þessum mánuði FH í úrslitaleik, 1:0, á Laugardalsvelli. Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði sigurmarkið við mikinn fögnuð stuðningsmanna ÍBV, sem reiknað er með að fjölmenni einnig á úrslitaleikinn í kvennaflokki. sport@mbl.is