Björn Bergmann Sigurðarson
Björn Bergmann Sigurðarson
Björn Bergmann Sigurðarson, landsliðsframherji í knattspyrnu, gæti verið á leið til rússneska úrvalsdeildarfélagsins Rostov, þar sem Sverrir Ingi Ingason leikur. Þessu kveðst Vísir.

Björn Bergmann Sigurðarson, landsliðsframherji í knattspyrnu, gæti verið á leið til rússneska úrvalsdeildarfélagsins Rostov, þar sem Sverrir Ingi Ingason leikur. Þessu kveðst Vísir.is hafa heimildir fyrir og segir að norska félagið Molde, sem Björn er samningsbundinn út árið 2019, hafi þegar hafnað fyrsta boði frá Rostov.

Sverrir Ingi og félagar í Rostov hafa byrjað leiktíðina vel og eru í 3. sæti með 14 stig eftir 7 leiki, fimm stigum frá toppliði Zenit.

Fari svo að Björn semji við Rostov verður hann sjötti íslenski knattspyrnumaðurinn til að spila í Rússlandi, á eftir Sverri og Ragnari Sigurðssyni, sem nú er að láni hjá Rubin Kazan, og þeim Sölva Geir Ottesen, Arnóri Smárasyni og Hannesi Þ. Sigurðssyni. sindris@mbl.is