Hleðsla Þannig var staðan á fyllingu í sjálfvirkri lest Engeyjar þegar lagt var af stað af miðunum. Í hverri stæðu eru fimm kör og 1.500 kíló af fiski.
Hleðsla Þannig var staðan á fyllingu í sjálfvirkri lest Engeyjar þegar lagt var af stað af miðunum. Í hverri stæðu eru fimm kör og 1.500 kíló af fiski.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Vissulega hefðum við viljað sjá skipið koma úr fyrstu veiðiferð sinni í lok apríl en ekki seinni partinn í ágúst. Ég held hins vegar að það muni gleymast þegar fram í sækir og kerfin fara að vinna sína vinnu.

„Vissulega hefðum við viljað sjá skipið koma úr fyrstu veiðiferð sinni í lok apríl en ekki seinni partinn í ágúst. Ég held hins vegar að það muni gleymast þegar fram í sækir og kerfin fara að vinna sína vinnu. Þetta sjálfvirka lestarkerfi er stærsta breyting í útgerð ísfisktogara frá því að skuttogararnir komu á áttunda áratugnum,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, um búnaðinn um borð í Engey.

Lestarkerfið sé farið að virka, en það er stærsta einstaka nýjungin um borð í skipinu, og hafa verði í huga að sjálfvirkt lestarkerfi hafi ekki áður verið sett um borð í togara. Á vinnsludekki séu einnig nýjungar, en annað þar sé búið að reyna um borð í Málmey, skipi FISK Seafood. Vilhjálmur segir að eitthvað þurfi að „snurfusa“ meðan skipið verði í landi, bæði á vinnsludekki og í lest.

„Þessi túr gekk vel og lofar góðu, en eðlilega tekur það einhverja túra í viðbót að ná þessu fullkomlega. Við gerum okkur vonir um að það taki mun skemmri tíma að koma Akurey af stað með sams konar búnað og stefnum á að það verði í nóvember,“ segir Vilhjálmur.

Hann segir að eftir að Ásbjörn fór úr rekstri í vor hafi hinum þremur ísfisktogurum HB Granda verið haldið meira en ella að veiðum. Þannig hafi nokkrum sinnum verið millilandað á Ísafirði til að stytta siglingatíma og minnka frátafir, en aflinn síðan verið keyrður suður til vinnslu í Reykjavík á Akranesi. Eigi að síður hafi dregið úr yfirvinnu í vinnslunni síðustu mánuði, en HB Grandi gerir út þrjá frystitogara auk ísfisktogara.

Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september og segir Vilhjálmur að aflastaða fyrirtækisins sé eðlileg miðað við þau áramót þrátt fyrir sjómannaverkfall og biðina eftir að Engey kæmist á veiðar. Veiðar fyrsta mánuðinn eftir verkfall hafi gengið einstaklega vel og aflinn verið meiri en menn hafi áður séð á togurunum.