Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson
Stuðningur við ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar mældist 27,2% í nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna.

Stuðningur við ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar mældist 27,2% í nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. Þessi niðurstaða sýnir að stuðningurinn sem stjórnin nýtur er dvínandi, því í júlí í fyrra var hún með 34,1% fylgi og munar þarna 6,9 prósentustigum.

Í könnun MMR sem var gerð 15. til 18. ágúst sl. svöruðu 955 manns, 18 ára og eldri. Þar mældist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi flokka, eða 24,5%, og Vinstri græn þar á eftir með 20,5%. Fylgi Sjálfstæðisflokks hefur dalað um tæp 5% frá síðustu mælingu en stuðningur við VG er nánast óbreyttur.

Fylgi Samfylkingar mældist nú 10,6% og er óbreytt milli kannana. 10,1% sögðust styðja Framsóknarflokk, sem mældist með 9,6% í síðustu könnun. Flokkur fólksins er með 6,7%, borið saman við 6,1% í síðustu könnun. 6,0% segjast styðja Viðreisn, en fyrir mánuði 4,7%. Bjarta framtíð segjast 3,6% styðja, sem er aukning um 1,2%. sbs@mbl.is