Árni Vilhjálmsson
Árni Vilhjálmsson
Íslenskir knattspyrnumenn skoruðu samtals níu mörk í 2. umferð sænsku bikarkeppninnar í gær. Þar af voru tvær þrennur. Árni Vilhjálmsson skoraði öll mörk Jönköping sem lenti í vandræðum gegn Utsikten en vann að lokum sigur í framlengingu, 3:2.

Íslenskir knattspyrnumenn skoruðu samtals níu mörk í 2. umferð sænsku bikarkeppninnar í gær. Þar af voru tvær þrennur. Árni Vilhjálmsson skoraði öll mörk Jönköping sem lenti í vandræðum gegn Utsikten en vann að lokum sigur í framlengingu, 3:2. Landsliðsmaðurinn Elías Már Ómarsson skoraði jafnframt öll þrjú mörk Gautaborgar sem vann 3:0-sigur á Landvetter. Þess ber að geta að Utsikten leikur í sænsku C-deildinni en Landvetter í fimmtu efstu deild.

Höskuldur Gunnlaugsson, sem gekk í raðir Halmstad fyrir mánuði, skoraði tvö marka liðsins í 3:1-sigri á Kristianstad. Þá skoraði Kristinn Freyr Sigurðsson eitt marka Sundsvall í 3:0-sigri á Torstorp. Öll úrslit má sjá á síðu 2.