Vefsíðan Að gera gott snjallforrit að veruleika er hægara sagt en gert. Ekki er nóg með að þurfi að hanna og smíða forritið, heldur þarf líka að gera notendaprófanir til að þefa uppi galla og bæta vöruna.

Vefsíðan

Að gera gott snjallforrit að veruleika er hægara sagt en gert. Ekki er nóg með að þurfi að hanna og smíða forritið, heldur þarf líka að gera notendaprófanir til að þefa uppi galla og bæta vöruna.

Ekki gengur að setja meingallað forrit í umferð og ætla að laga vankantana síðar, enda geta slæmar umsagnir á fyrstu metrunum kæft efnileg forrit strax í fæðingu, sama þótt seinni útgáfur reynist gallalausar.

En hvar á að finna tilraunadýrin? Það er svo sem ágætt að leita til vina og ættingja, en væri ekki betra að nota stærri og fjölbreyttari hóp? Er forritið kannski sérstaklega ætlað fólki á ákveðnu aldursbili eða af ákveðnu þjóðerni? Er öruggt að forritið sé prófað á nægilega mörgum ólíkum tegundum snjalltækja til að enginn vafi sé á að það virki jafnt í smæstu snjallsímum og á stærstu spjaldtölvum?

Vefsíðan Betafamily (www.betafamily.com) leysir þennan vanda. Þar má finna aragrúa fólks sem er reiðubúið að prófa snjallforrit fyrir lága þóknun, og jafnvel ókeypis.

Kaupandi þjónustunnar hannar notendaprófið sjálfur og leggur ákveðnar spurningar fyrir þá sem bjóðast til að prófa forritið. Að prufutímanum loknum fær kaupandinn ítarlega samantekt á niðurstöðunum og getur séð skýrt og vel hvar gæti þurft að laga villur eða gera viðmótið notendavænna.

ai@mbl.is