Farangur Ljósmynd sem fylgdi tilkynningu um viðburðinn í Harbinger.
Farangur Ljósmynd sem fylgdi tilkynningu um viðburðinn í Harbinger.
Galleríið Harbinger, Freyjugötu 1 í Reykjavík, býður til viðburðar í dag, milli kl.
Galleríið Harbinger, Freyjugötu 1 í Reykjavík, býður til viðburðar í dag, milli kl. 18 og 21, sem nefnist Hamur / Ham & Klasaþokugiggið og er á vegum Laumulistasamsteypunnar en samsteypan er breytilegur hópur ungra íslenskra og erlendra listamanna sem koma saman árlega í Hrísey. Verkefni samsteypunnar verður kynnt í dag og boðið upp á veitingar. „Laumulistasamsteypan hefur fært sig úr Hrísey til Reykjavíkur til að breiða út arma sína í Harbinger en aðeins í eitt kvöld. Vonumst til að sjá þig!“ segir í tilkynningu. Undir hana rita m.a. Borghildur Tumadóttir, Catoo Kemperman, Timna Tomiša, Helena Aðalsteinsdóttir og Helene Johanne Christensen.