Bjartir litir Hér má sjá litakort H&M.
Bjartir litir Hér má sjá litakort H&M.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sænska móðurskipið H&M mun opna flaggskip sitt í Smáralind á laugardaginn. Opnun verslunarinnar hérlendis hefur verið í undirbúningi í tvö ár en Karl-Johan Persson, framkvæmdastjóri H&M, segir að fyrirtækið sé lengi búið að vera með Ísland á kortinu.

Sænska móðurskipið H&M mun opna flaggskip sitt í Smáralind á laugardaginn. Opnun verslunarinnar hérlendis hefur verið í undirbúningi í tvö ár en Karl-Johan Persson, framkvæmdastjóri H&M, segir að fyrirtækið sé lengi búið að vera með Ísland á kortinu. Aukinn ferðamannastraumur til Íslands spilaði stórt hlutverk þegar ákvörðun var tekin um að opna verslunina hérlendis.

Undirrituð heimsótti höfuðstöðvar H&M í Stokkhólmi í síðustu viku vegna opnunar þeirra á Íslandi. Í heimsókninni hitti ég Karl-Johan Persson sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann er barnabarn Erlings Persson sem stofnaði Hennes fyrir 70 árum. Á þeim tíma var um litla kvenfataverslun að ræða sem varð að milljarðafyrirtæki. Í sömu heimsókn hitti ég einnig Ann-Sofie Johansson sem er nokkurskonar yfirhönnuður fyrirtækisins. Bæði munu þau koma til Íslands og verða viðstödd þegar verslunin verður opnuð formlega á laugardaginn.

Ann-Sofie hefur unnið hjá H&M í 30 ár en hún byrjaði sem starfsmaður á plani og vann sig upp í að verða yfirhönnuður. Hún hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar með fyrirtækinu. Hún sagði að lína H&M væri mjög skýr. Fatnaðurinn yrði að höfða til fjöldans, vera eins umhverfisvænn og hugsast gæti og verðið yrði að vera lágt. Þessi þrjú grunngildi hafa verið ríkjandi hjá H&M lengi. Hún sagði að það skipti þau máli að vera alltaf á tánum hvað varðaði nýjustu tísku og að viðskiptavinurinn væri alltaf í forgrunni. Fyrirtækið legði mikla áherslu á að lesa í viðskiptavininn og benti Ann-Sofie á að ef meðalmanneskjan væri að kaupa sér fimm flíkur á haustin þá yrðu þau að tryggja að þessar flíkur fengjust hjá þeim. Þegar talið barst að tísku sagði Ann-Sofie að tíska gæti alveg verið kjánaleg en það skipti máli að hafa gaman af henni. Fólk gæti notað fatnað á svo mismunandi hátt. Það væri hægt að nota föt til að sýna hvað í manneskjunni byggi en líka til að sýnast vera eitthvað allt annað.

Hún sagði að í dag væri fólk miklu persónulegra í fatavali og því skipti máli að vera með eitthvað sérstakt á boðstólum. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig verslunin verður á Íslandi en eitt vitum við að aldrei hafa verið framleiddir jafnmargir speglar fyrir verslun hérlendis og fyrir H&M í Smáralind. martamaria@mbl.is