Afgreiðslan Opið hús verður í Ármúla 9 á laugardaginn.
Afgreiðslan Opið hús verður í Ármúla 9 á laugardaginn.
Á laugardaginn verður opið hús í Heilsumiðstöðinni í Ármúla 9. Húsið verður opnað kl. 11:30 og allir eru velkomnir.

Á laugardaginn verður opið hús í Heilsumiðstöðinni í Ármúla 9. Húsið verður opnað kl. 11:30 og allir eru velkomnir. Fyrirtækin sem standa að opna húsinu eru Klíníkin, Karitas, Sinnum, Hótel Ísland, Heilsa og spa, Harklinikken, sem er nýtt í húsinu, Gáski sjúkraþjálfun og Fegurð og spa snyrtistofa.

Fagfólk tekur á móti gestum, kynnir starfsemina og veitir fría ráðgjöf. Í boði verða fríar heilsufarsmælingar, jógatími, orkutími, sýnikennsla frá skurðstofum, frítt nudd og margt fleira. Þá verður fjöldi stuttra fyrirlestra yfir daginn. Kl. 14.15 flytur Kristján Skúli Ásgeirsson brjóstaskurðlæknir fyrirlestur um áhættuminnkandi brjóstnámsaðgerðir hjá konum með BRCA-stökkbreytingar.

„Við vorum með sambærilegt opið hús í janúar sem gekk vel. Við viljum kynna okkar starfsemi fyrir fólki og að það geti komið og séð hvað er til staðar í húsinu. Læknarnir okkar verða með stutt og fróðleg erindi fyrir þá sem eru að leita sér upplýsinga um eitthvað sem er þeim hugleikið,“ segir Hjálmar.

Ýmsir fyrirlestrar verða í boði frá kl. 11.45 til 16, meðal annars um tilfelli kalskemmda í húð við fitufrystingu, um endurvöxt á hári, um legslímuflakk, notkun bótox og fylliefna, meðferð á æðasliti og áhrif nudds á heilsu og vellíðan.