Útilokandi ásaspurning.

Útilokandi ásaspurning. V-AV

Norður
ÁKG9653
ÁK987
8

Vestur Austur
104 2
ÁKDG6 8732
642 1053
K72 DG1065

Suður
D87
10954
DG
Á943

Suður spilar 7.

Einu áhyggjur Sabinu Auken voru þrír héppar í tígli. En þá það. Hitt var sennilegra að makker ætti tvílit eða drottninguna og þá stóðu sjö á borðinu.

En þetta er of hratt farið og við skulum byrja á byrjuninni. Ástralinn Matthew Tompson var gjafari í vestur og vakti á 1. Auken sagði 2 (Michaels) og austur 3. Roy Welland barðist í 3, pass í vestur og Auken átti leikinn með sín ægifögru spil.

Hún stökk í 5 – spurning um ása fyrir utan hjartalitinn. Welland sýndi einn ás og Auken lét vaða í sjö. Hún vissi af laufásnum og alla vega þrílit í spaða. Þegar til kom átti makker vel inn í tígulinn þannig að sjöan var borðleggjandi.

Spilið er frá umferðakeppni HM í Lyon og alslemma náðist aðeins á fjórum borðum af 22 í opna flokknum. Sennilega hafa fáir fengið tækifæri til að beita ásaspurningunni útilokandi (exclusion key card).