Strengir Leikararnir Birgitta Birgisdóttir og Hilmir Jensson í hlutverkum sínum.
Strengir Leikararnir Birgitta Birgisdóttir og Hilmir Jensson í hlutverkum sínum.
Í samhengi við stjörnurnar eftir Nick Payne í leikstjórn og þýðingu Árna Kristjánssonar snýr aftur á fjalir Tjarnarbíós í kvöld. Næstu sýningar verða 6., 14. og 21.
Í samhengi við stjörnurnar eftir Nick Payne í leikstjórn og þýðingu Árna Kristjánssonar snýr aftur á fjalir Tjarnarbíós í kvöld. Næstu sýningar verða 6., 14. og 21. september, en uppfærslan verður líka sýnd í Frystiklefanum í Rifi og í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Í samhengi við stjörnurnar er fyrsta uppfærsla leikhópsins Lakehouse theatre company sem Árni og Harpa Fönn Sigurjónsdóttir stofnuðu stuttu eftir að hann kom heim úr leikstjórnarnámi við Bristol Old Vic í Bretlandi. Leikritið fjallar um Maríu (Birgitta Birgisdóttir) sem er skammtafræðingur og Ragnar (Hilmir Jensson) sem er býflugnabóndi. Þau hittast óvænt í grillveislu og munu mögulega fara saman heim og deila lífinu eða aldrei hittast aftur. Verkið byggist á lögmálum afstæðiskenningar, skammtafræði og strengjafræði.