Úrval hefur aukist og pakkningar minnkað í Kosti að sögn Jóns.
Úrval hefur aukist og pakkningar minnkað í Kosti að sögn Jóns. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Opnun heildverslunar Costco í Garðabæ hefur haft samdrátt í för með sér fyrir verslunina Kost.

Jón Gerald Sullenberger, kaupmaður í versluninni Kosti við Dalveg í Kópavogi, segist vera opinn fyrir því að opna fleiri verslanir, mögulega eina á Akureyri og aðra í Vesturbæ Reykjavíkur. „Við erum með frábærar vörulínur og góða birgja, og með réttum aðilum væri ég til í að stækka fyrirtækið. Við skoðuðum það á sínum tíma, en vorum ekki tilbúin þá, en núna er það kerfislega hagstætt,“ segir Jón í samtali við ViðskiptaMoggann.

Netverslun er einnig á teikniborðinu og búið er að semja við nýjan birgja í Bandaríkjunum. „Þetta er stór dreifingaraðili sem dreifir í um það bil 600 verslanir. Þessi breyting mun lækka vöruverð til okkar um 10-15%, sem mun skila sér til íslenskra neytenda. Við erum einnig með í skoðun að breyta opnunartímanum og hafa opið til miðnættis,“ segir Jón Gerald.