Eggert Þ. Kristófersson forstjóri N1
Eggert Þ. Kristófersson forstjóri N1 — Morgunblaðið/Þórður
Eldsneytismarkaður Hagnaður N1 hf. á öðrum ársfjórðungi nam 441 milljón króna samanborið við 711 milljón á sama fjórðungi í fyrra. Samdrátturinn er 38% á milli ára.

Eldsneytismarkaður

Hagnaður N1 hf. á öðrum ársfjórðungi nam 441 milljón króna samanborið við 711 milljón á sama fjórðungi í fyrra. Samdrátturinn er 38% á milli ára.

Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, nam 768 milljónum króna en EBITDA var 1.104 milljónir króna á öðrum fjórðungi síðasta árs.

Í afkomutilkynningu til Kauphallar segir að þróun á heimsmarkaðsverði með eldsneyti og styrking krónunnar hafi haft neikvæð áhrif á ársfjórðungnum samanborið við fyrra ár. Þá hafi framlegð af vörusölu minnkað um 8% á fjórðungnum, sem er sagt skýrast að mestu af óhagstæðri þróun á heimsmarkaðsverði með olíu.

Bensín og gasolíusala hjá fyrirtækinu jókst um 5,5% á milli ára og er aukningin rakin til aukinna umsvifa í hagkerfinu, en umferð á þjóðvegum landsins jókst um rúm 11% á milli annars ársfjórðungs 2016 og 2017.

Eiginfjárhlutfall N1 í lok ársfjórðungsins var 46,4%. gislirunar@mbl.is