[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Á þessum degi árið 2005 voru Justin Timberlake dæmdar skaðabætur fyrir grein sem birtist í breska slúðurblaðinu News of the world.
Á þessum degi árið 2005 voru Justin Timberlake dæmdar skaðabætur fyrir grein sem birtist í breska slúðurblaðinu News of the world. Greinin fjallaði um meint framhjáhald Timberlakes og fyrirsætunnar Lucy Clarkson en á þessum tíma var hann í sambandi með leikkonunni Cameron Diaz. Þar sagði Clarkson að þau hefðu átt nokkur stefnumót áður en þau eyddu saman nótt á hóteli. Hún viðurkenndi síðar að um lygasögu hefði verið að ræða. Söngvarinn lét skaðabæturnar frá dagblaðinu og Clarkson renna til góðgerðarmála.