Jón Gerald Sullenberger
Jón Gerald Sullenberger
Jón Gerald Sullenberger í Kosti hefur velt fyrir sér þeirri ákvörðun yfirvalda að leyfa risaverslun eins og Costco að koma inn á þann örmarkað sem Ísland er. Hann segir hættu á að ákvörðunin hafi ófyrirséðar afleiðingar til lengdar.
Jón Gerald Sullenberger í Kosti hefur velt fyrir sér þeirri ákvörðun yfirvalda að leyfa risaverslun eins og Costco að koma inn á þann örmarkað sem Ísland er. Hann segir hættu á að ákvörðunin hafi ófyrirséðar afleiðingar til lengdar. Vísar hann þar til áhrifa svokallaðra „boxverslana“ á nærumhverfi sitt í Bandaríkjunum, en hann segir að þessar tegundir verslana séu í auknum mæli bannaðar, þær fái ekki byggingarleyfi til að opna risaverslanir. „Þróunin í gegnum árin hefur ekki alltaf verið góð í minni samfélögum,“ segir Jón í ViðskiptaMogganum.