Kim Wall
Kim Wall
Kim Wall fæddist 23. mars 1987 og ólst upp í Trelleborg í Svíþjóð.

Kim Wall fæddist 23. mars 1987 og ólst upp í Trelleborg í Svíþjóð. Wall útskrifaðist með gráðu í fjölmiðlafræðum úr Columbia School of Journalism, og vinir hennar lýstu henni sem „metnaðarfullri“ og „ósigrandi“ blaðamanni, sem hefði séð eitthvað gott í öllum.

Wall hafði ferðast víða á blaðamannsferli sínum og jafnvel lagt líf og limi í hættu í störfum sínum. Á meðal þess sem Wall hafði fjallað um voru jarðskjálftar á Haíti, pyndingaklefar Idi Amin í Úganda og jarðsprengjusvæði á Srí Lanka.

Móðir hennar sagði í sérstakri tilkynningu í gær að Wall hefði verið málsvari hinna veikburða og jaðarsettu í samfélaginu. „Rödd hennar hefði þurft að heyrast miklu, miklu lengur. En nú verður ekki af því.“