Yfirskrift alþjóðlegu World Seafood ráðstefnunnar sem haldin verður 10.-13. september er Vöxtur í bláa lífhagkerfinu .

Yfirskrift alþjóðlegu World Seafood ráðstefnunnar sem haldin verður 10.-13. september er Vöxtur í bláa lífhagkerfinu . Þar verður meðal annars fjallað um nýjungar eins og matvælaprentara sem talið er að muni hafa veruleg áhrif á og um fjölmörg önnu málefni sem snerta matvælaframleiðslu og -öryggi. Á heimsvísu er World Seafood Congress einn stærsti vettvangur umfjöllunar um verðmætasköpun og matvælaöryggi í sjávarútvegi.

Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og hana sækja starfsmenn útgerða og fiskvinnslu, fjárfestar og fólk úr stofnana- og menntaumhverfinu víða um heim. Það þykir mikill heiður að fá WSC hingað til lands því eftirsótt er að halda hana og er Ísland fyrst Norðurlandaríkja til þess.

Nýsköpun og þróun

Meginþema ráðstefnunnar í ár, sá vöxtur sem nú er í bláa lífhagkerfinu, er tilvísun í mikilvægi hafsins þar sem liggja veruleg tækifæri til vaxtar, nýsköpunar, rannsókna og markaðssetningar með matvælaöryggi, fæðuöryggi og sjálfbærni að leiðarljósi.

„Það felast mikil tækifæri í því fyrir íslenskan sjávarútveg að fá þessa ráðstefnu hingað til lands til að kynna fyrir hvað hann stendur og hitta erlenda frumkvöðla sem einnig eru að fást við nýsköpun og þróun í sjávarútvegi,“ segir ítilkynningu um ráðstefnuna, sem búist er við að um 500 manns sæki.