Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í dag leik á sínu 17. móti á LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi, þegar hún tekur þátt á Canadian Pacific-mótinu í Ontario í suðausturhluta Kanada.

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í dag leik á sínu 17. móti á LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi, þegar hún tekur þátt á Canadian Pacific-mótinu í Ontario í suðausturhluta Kanada.

Þetta er fyrsta mótið hjá Ólafíu á LPGA-mótaröðinni í þrjár vikur, eða síðan hún keppti á Opna skoska meistaramótinu í byrjun mánaðarins þar sem hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Ólafía á teig klukkan 9.22 að staðartíma, 13.22 að íslenskum tíma, og er í holli með þeim Simin Feng frá Kína og Jackie Stoelting frá Bandaríkjunum. Báðar eru þær rétt fyrir ofan Ólafíu á peningalista mótaraðarinnar, Feng í 90. sæti og Stoelting í 101. sæti.

Ólafía hefur sjö sinnum komist í gegnum niðurskurðinn á mótum tímabilsins og situr sem stendur í 106. sæti peningalista mótaraðarinnar. Efstu 100 kylfingarnir í lok tímabilsins fá fullan keppnisrétt á því næsta. yrkill@mbl.is