Mark Wahlberg
Mark Wahlberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tímaritið Forbes hefur birt upplýsingar um tekjuhæstu leikara og leikkonur kvikmyndabransans. Listinn leiðir í ljós mikinn launamun milli kynja. Tekjuhæsti leikari síðasta árs er Mark Wahlberg, sem þénaði 68 milljónir dala (rúma sjö milljarða ísl. kr.
Tímaritið Forbes hefur birt upplýsingar um tekjuhæstu leikara og leikkonur kvikmyndabransans. Listinn leiðir í ljós mikinn launamun milli kynja. Tekjuhæsti leikari síðasta árs er Mark Wahlberg, sem þénaði 68 milljónir dala (rúma sjö milljarða ísl. kr.) en tekjuhæsta leikkonan er Emma Stone sem þénaði 26 milljónir dala (2,7 milljarða ísl. kr.). Stone kemst þó ekki með tærnar þar sem Akshay Kumar er með hælana, en hann er tíundi hæst launaði leikarinn á listanum og þénaði 35,5 milljónir dala (3,7 milljarða ísl. kr.). Samtals þénuðu tíu tekjuhæstu leikararnir 488,5 milljónir dala (51,8 milljarðar ísl. kr.) en tíu tekjuhæstu leikkonurnar 172,5 milljónir dala (18 milljarðar ísl. kr.).