Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, kveðst ætla að ákveða það nú í morgunsárið hvort Gylfi Þór Sigurðsson spili sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir félagið í dag, þegar Everton sækir Hajduk Split heim í Króatíu.

Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, kveðst ætla að ákveða það nú í morgunsárið hvort Gylfi Þór Sigurðsson spili sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir félagið í dag, þegar Everton sækir Hajduk Split heim í Króatíu. Þetta er seinni leikur liðanna í umspili um sæti í Evrópudeildinni, en Everton vann fyrri leikinn 2:0.

Gylfi lék sinn fyrsta leik fyrir Everton á mánudag en kom þá inn á sem varamaður í 1:1-jafntefli við Manchester City. sindris@mbl.is