— Morgunblaðið/Eggert
Tækifærið gríptu greitt, segir í vísukorni og þau orð gerði vegafarandi á Austurvelli að sínum í gær.
Tækifærið gríptu greitt, segir í vísukorni og þau orð gerði vegafarandi á Austurvelli að sínum í gær. Sá lagðist á grasið nærri fótstalli styttunnar af Jóni Sigurðssyni til að njóta sólarinnar og hlýrra geisla hennar – enda fer tækifærum til slíks að fækka nú á úthallandi sumri.