29. nóvember 1994 | Íþróttir | 148 orð

Jóhannes R. Jóhannesson Jóhannes R. Jóhannesson er fæddur 25. desember 1974 í

Jóhannes R. Jóhannesson Jóhannes R. Jóhannesson er fæddur 25. desember 1974 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Jóhannes Ragnarsson og Guðrún Guðmundsdóttir, en kærastan heitir Kristín Björg Ingvadóttir. Hann byrjaði að æfa snóker á 14. ári, en var á fullu í...

Jóhannes R. Jóhannesson Jóhannes R. Jóhannesson er fæddur 25. desember 1974 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Jóhannes Ragnarsson og Guðrún Guðmundsdóttir, en kærastan heitir Kristín Björg Ingvadóttir. Hann byrjaði að æfa snóker á 14. ári, en var á fullu í knattspyrnunni hjá ÍR upp í 2. flokk og var markakóngur félagsins 1986. Hann æfði einnig handknattleik, borðtennis og skák og fór á eina körfuboltaæfingu, en sneri sér alfarið að snóker þegar hann var 16 ára. Jóhannes sigraði í þremur stigamótum eins og Kristján Helgason á síðasta ári, en var oftar í öðru sæti og varð því stigameistari meistaraflokks. Hann vann Kristján 6-5 í úrslitum Íslandsmóts 21s árs og yngri og var meistari á forgjafarmóti þriðja árið í röð. Kristján hefur lokið námi í bifvélavirkjun frá Iðnskólanum og fer inn á annað ár í verslunardeild Fjöbrautaskólans í Breiðholti eftir áramót, en hann starfar sem verslunarstjóri í 10-11 búðinni við Laugalæk.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.