Bestur Ural King var besti maður umferðarinnar að mati Benedikts.
Bestur Ural King var besti maður umferðarinnar að mati Benedikts. — Morgunblaðið/Hari
Leikmaður umferðarinnar: Ural King, Val King fór fyrir Valsmönnum í sigrinum á ÍR með tudda frammistöðu. Hann endaði leikinn með risa tvennu, 37 stig og 14 fráköst. Vakti sérstaka athygli í 7. umferð: Oddur Rúnar Kristjánsson, Njarðvík.

Leikmaður umferðarinnar: Ural King, Val

King fór fyrir Valsmönnum í sigrinum á ÍR með tudda frammistöðu. Hann endaði leikinn með risa tvennu, 37 stig og 14 fráköst.

Vakti sérstaka athygli í 7. umferð: Oddur Rúnar Kristjánsson, Njarðvík.

Oddur hefur alltaf verið mikill skorari, upp alla flokka. Hann er að koma til baka úr meiðslum og er greinilega allur að koma til. Hann var stigahæstur á vellinum í gær í sigrinum á Grindavík með 22 stig.

Besti ungi leikmaður umferðarinnar: Halldór Garðar Hermannsson, Þór Þorlákshöfn.

Halldór var eini leikmaður Þórs sem var með lífsmarki á Króknum og skoraði hann akkúrat helming stiga liðsins, 29 af 58. Hann hélt Þór algjörlega inni í leiknum í fyrri hálfleik og þegar heimamenn hægðu á honum í þeim seinni þá skildi leiðir.

Óvæntustu úrslitin: Sigur Vals í Seljaskóla.

ÍR var í toppsætinu og hafði sigrað níu leiki í röð í Seljaskóla, þar til Valsmenn flengdu þá á fimmtudagskvöldið.

Athyglisvert í 7. umferð:

• Varamenn hjá Keflavík voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna á Egilsstöðum og hittu 10 af 16 skotum sínum. Ekki verður það sama sagt um byrjunarlið Keflavíkur sem hitti aðeins einu sinni fyrir utan þriggja stiga línuna úr jafn mörgum tilraunum, 16 talsins.

• Mönnum virtist ekkert líða neitt sérstaklega vel á vítalínunni í Ásgarði, þegar Stjarnan tók á móti Þór frá Akureyri. Alls fóru 27 víti forgörðum. Leikmenn Stjörnunar misnotuðu 12 en gestirnir toppuðu það með því að misnota 15.

• Njarðvíkingum gekk sérstaklega vel í Njarðvík, gegn Grindavík, þegar Maciej Baginski var inná. Hann var sjálfur rólegur í stigaskori en liðið vann þær mínútur sem hann var inná með 34 stigum.

• Tindastóll er heitasta lið deildarinnar í dag með 6 sigurleiki í röð núna. Njarðvík kemur þar á eftir með 3.