Virt Jesmyn Ward hreppti National Book Award að öðru sinni.
Virt Jesmyn Ward hreppti National Book Award að öðru sinni.
Bandaríski rithöfundurinn Jesmyn Ward hreppti National Book-verðlaunin, ein mikilvægustu bókmenntaverðlaun sem veit eru í Bandaríkjunum, fyrir skáldsöguna Sing, Unburied, Sing .

Bandaríski rithöfundurinn Jesmyn Ward hreppti National Book-verðlaunin, ein mikilvægustu bókmenntaverðlaun sem veit eru í Bandaríkjunum, fyrir skáldsöguna Sing, Unburied, Sing . Henni er lýst sem myrkri fjölskyldusögu sem gerist í Mississippi í samtímanum, þar sem kynþáttaátök og fátækt lita mannlífið. Gagnrýnendur hafa líkt sögunni við verk eftir Faulkner og Toni Morrison.

Þetta er í annað sinn sem Ward vinnur verðlaunin en hún vann þau einnig fyrir sex árum, fyrir söguna Salvage the Bones .

Verðlaunin fyrir bók sem ekki er skáldskapur hlaut Masha Gessen fyrir The Future Is History: How Totalitarianism Reclaimed Russia , sem fjallar um alræðisstjórnarfar í Rússlandi í dag.

Saga Robins Benway, Far From the Tree , var valin besta ungmennabókin og Frank Bidart hlaut verðlaun fyrir bestu ljóðabókina, Half-light: Collected Poems 1965-2016.