Staðfesting Hafsteinn Einarsson, til vinstri, og Þorkell Guðmundsson ráðgjafar hjá PwC með Elínu Hlíf Helgadóttur, frá Gray Line á Íslandi, sem tók við viðurkenningarskjalinu.
Staðfesting Hafsteinn Einarsson, til vinstri, og Þorkell Guðmundsson ráðgjafar hjá PwC með Elínu Hlíf Helgadóttur, frá Gray Line á Íslandi, sem tók við viðurkenningarskjalinu.
Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line á Íslandi hefur hlotið gullmerki jafnlaunaúttektar PwC. Gullmerkið veitist fyrirtækjum þar sem launamunur kynja er innan við 3,5%. Í tilfelli Gray Line á Íslandi var hann vel undir því viðmiði.

Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line á Íslandi hefur hlotið gullmerki jafnlaunaúttektar PwC. Gullmerkið veitist fyrirtækjum þar sem launamunur kynja er innan við 3,5%. Í tilfelli Gray Line á Íslandi var hann vel undir því viðmiði. Í greiningu PwC er tekið tillit til áhrifa aldurs, starfsaldurs, fagaldurs, menntunar, starfshóps, stöðu gagnvart jafningjum, hæfniviðmiðs, stöðu í skipuriti og mannaforráða. Þannig veitir hún upplýsingar um raunverulegan launamun kynjanna hjá fyrirtækinu.

„Niðurstaða jafnlaunaúttektar PwC er jákvæð, ánægjuleg og mikilvæg fyrir fyrirtækið. Við erum stolt af henni því hún staðfestir að við erum að gera rétt í þessum málum og er okkur hvatning til að halda áfram á sömu braut. Réttlæti og jöfn tækifæri á vinnustað hafa margvísleg jákvæð áhrif, hvort sem er til að laða að gott fólk, auka starfsánægju eða halda í gott starfsfólk,“ segir í tilkynningu, haft eftir Elínu Hlíf Helgadóttur, mannauðsstjóra Gray Line á Íslandi.

Jöfn tækifæri og frábær hópur

Í stefnu Gray Line á Íslandi er rík áhersla á jafnréttismál og að hver starfsmaður sé metinn að verðleikum. „Hjá okkur starfar frábær hópur af konum og körlum og við leggjum mikla áherslu á að fylgja ákvæðum laga um að tryggja jöfn tækifæri og kjör starfsmanna af báðum kynjum,“ segir Elín Hlíf í tilkynningu.