Grafarholt Góð sala hefur verið í fasteignum að undanförnu.
Grafarholt Góð sala hefur verið í fasteignum að undanförnu. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Á dögunum voru fasteignasölurnar Landmark og Smárinn í Kópavogi sameinaðar undir einu merki. Að sögn Sveins Eylands lögg. fasteignasala og eins af eigendum fyrirtækisins var sameiningin nokkuð sem blasti við þegar kostirnir voru ljósir.

Á dögunum voru fasteignasölurnar Landmark og Smárinn í Kópavogi sameinaðar undir einu merki. Að sögn Sveins Eylands lögg. fasteignasala og eins af eigendum fyrirtækisins var sameiningin nokkuð sem blasti við þegar kostirnir voru ljósir. Þá voru fyrirtækin bæði í sömu byggingunni en á sitt hvorri hæðinni að Hlíðasmára 2 í Kópvogi svo hæg voru heimatökin við flutninga þegar sameiningin hafði verið til lykta leidd.

Úr meiru er að velja

Starfsemi Landmarks hófst árið 2010 og varð fljótlega ein af stærri fasteignasölum landsins. Smárinn er yngra fyrirtæki, það var í upphafi árs 2016 sem rekstur þess hófst og hefur hann gengið vel. Gengið var frá samruna fasteignasalanna tveggja fyrir um mánuði og hjá fyrirtækinu vinna nú alls 15 manns, og er þorri þeirra með réttindi löggilts fasteignasala og aðrir séu að afla sér menntunar til slíks.

Ávinningur af sameiningu segir Sveinn Eyland að ávinningurinn sé strax kominn í ljós; starfsemin sé enn skilvirkari og fleiri eignir séu á söluskrá. Viðskiptavinir hafi því úr meiru að velja og auðveldara sé að koma til móts við þarfir þeirra. Á söluskrá Landmarks-Smárans er fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu, litlar sem stórar. „Sala á eignum að undanförnu hefur verið góð. Litlar eignir sem koma á skrá seljast fljótt, sama hvert hverfið er. Enn skortir þó á markaðinn eignir á því verði að ungu fólki séu kaup möguleg svo vel sé, segir Sveinn. sbs@mbl.is