Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson
Í sumar var vikum saman dælt miklu magni af óhreinsuðu skolpi út í fjöruna við Faxaskjól. Þetta voru nánar tiltekið 750 lítrar á sekúndu af huggulegheitum.

Í sumar var vikum saman dælt miklu magni af óhreinsuðu skolpi út í fjöruna við Faxaskjól. Þetta voru nánar tiltekið 750 lítrar á sekúndu af huggulegheitum. Fjaran, sem er útivistarsvæði og meðal annars vinsæl meðal barna, iðaði af saurgerlum og ýmsum sýnilegri óþrifnaði.

Borgin greindi aldrei frá þessu og hefði ekki gert enn ef árvökull fréttamaður hefði ekki grafið þetta upp og upplýst um málið.

Borgarstjóri sagðist ekkert vita og vísaði allri ábyrgð frá sér. Og nú hefur hann fengið álit borgarlögmanns um málið í svari við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina.

B orgarlögmaður kemst í stuttu máli að þeirri niðurstöðu að borgarstjóri sé ekki ábyrgur sem æðsti embættismaður borgarinnar vegna þess að búið sé að gera borgarkerfið svo flókið, meðal annars með því að stofna sérstök félög utan um ákveðnar rekstrareiningar, að borgarstjóri geti ekki lengur vitað hvað um er að vera í borginni og eigi ekki að hafa yfirumsjón með því. Borgarlögmaður orðar þetta ekki nákvæmlega svona, en þetta er meiningin.

En til hvers er borgarstjóri ef engum í borgarkerfinu dettur í hug að upplýsa hann um stórkostlegt mengunarslys?

Og hvers vegna er hann búinn að koma kerfinu í það horf að hann beri ekki nokkra ábyrgð á því sem gerist í borginni?

Er ekki tímabært að breyta þessu?