— Morgunblaðið/Eggert
Í gær var unnið að því hörðum höndum að skreyta fagurlega myndað grenitréð í Smáralind og ljá því jólasvip.
Í gær var unnið að því hörðum höndum að skreyta fagurlega myndað grenitréð í Smáralind og ljá því jólasvip. Margir eru nú farnir að huga að undirbúningi hátíðar og víða eru nú komnar upp jólaskreytingar svo sem í miðborg Reykjavíkur, en í dag eru 36 dagar til jóla. Litrík ljósin setja sterkan svip á allt umhverfið og eru krókur á móti bragði í skammdegismyrkrinu, sem nú hellist yfir.