Das Blumenwunder Kvikmyndin er frá árinu 1926 eftir Max Reichmann.
Das Blumenwunder Kvikmyndin er frá árinu 1926 eftir Max Reichmann.
Fyrir þá sem unna klassískum kvikmyndum og hafa gaman af að horfa á bíó við óvenjulegar aðstæður, er vert að vekja athygli á því að garðskála Grasagarðsins í Reykjavík verður breytt í bíósal í dag laugardag kl. 17.

Fyrir þá sem unna klassískum kvikmyndum og hafa gaman af að horfa á bíó við óvenjulegar aðstæður, er vert að vekja athygli á því að garðskála Grasagarðsins í Reykjavík verður breytt í bíósal í dag laugardag kl. 17. Þar verður þýska kvikmyndin Das Blumenwunder (Blómaundrið) eftir Max Reichmann frá 1926 á dagskrá. Í tilkynningu kemur fram að kvikmyndin, sem er svarthvít en lituð með þess tíma tækni, hafi verið tækniundur á sínum tíma þar sem í henni eru notaðar hraðmyndir til að sýna hvernig blómin vaxa. Boðið verður upp á heitt kaffi, te og kakó á meðan á sýningunni stendur en bíógestir eru hvattir til að koma með nesti með sér í úlpubíóið. Aðgangur er ókeypis en aðeins 40 sæti eru í boði og því nauðsynlegt að panta sæti á netfanginu:

botgard@reykjavik.is