Þung orð féllu um aðbúnað og aðstæður erlendra verkamanna hér á landi á ráðstefnunni í gær.
Þung orð féllu um aðbúnað og aðstæður erlendra verkamanna hér á landi á ráðstefnunni í gær. Halldór Grönvold sagði framkomu margra atvinnurekenda, en ekki allra, við erlent starfsfólk sitt einkennast af virðingarleysi ,,og ég segi mannfyrirlitningu og taumlausri græðgi“. Miklum fjölda væri troðið í alltof lítið húsnæði, starfsmenn væru látnir búa í lélegu og daunillu atvinnuhúsnæði, þar sem öryggismálin væru í ólestri og þeir látnir greiða okurleigu. Fram kom í máli Jóns Viðars Matthíassonar, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, um búsetu í atvinnuhúsnæði að gera megi ráð fyrir að 3.000 til 5.000 einstaklingar búi við þessar aðstæður. Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnumálastofnunar, sagði gríðarlega erfitt að koma böndum á félagslegu undirboðin. „Þetta er samfélagslegt mein.“