Rakari og tónlistarmaður Trausti Thorberg.
Rakari og tónlistarmaður Trausti Thorberg.
Trausti Thorberg Óskarsson, rakari og tónlistarmaður, á 90 ára afmæli á morgun. Hann fæddist í Reykjavík og voru foreldrar hans Óskar Thorberg Jónsson og Edith Victoria Thorberg Jónsson, fædd Julin, frá Borgundarhólmi, en foreldrar hennar voru sænskir.

Trausti Thorberg Óskarsson, rakari og tónlistarmaður, á 90 ára afmæli á morgun. Hann fæddist í Reykjavík og voru foreldrar hans Óskar Thorberg Jónsson og Edith Victoria Thorberg Jónsson, fædd Julin, frá Borgundarhólmi, en foreldrar hennar voru sænskir.

Trausti byrjaði snemma að spila á gítar og þar sem bakaraiðnin fer ekki vel með hendurnar ákvað hann að verða rakari í staðinn.

Hann byrjaði sem lærlingur á rakarastofu í Eimskipahúsinu en stofnaði eigin stofu á Vesturgötunni, sem er ennþá starfandi nánast í upprunalegri mynd. Meðfram þessu var hann byrjaður að spila og var mikið á Borginni í seinni heimsstyrjöldinni og var í fyrstu gerð KK-sextettsins sem hóf að spila árið 1947. Hann spilaði einnig mikið með Carl Billich og með hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar á sjöunda áratugnum. Hann klippti sem sagt á daginn og spilaði á nóttunni. Það var þó ekki nóg því Trausti var með mikla ljósmyndadellu og settu hann og eiginkona hans, Dóra Sigfúsdóttir, á fót ljósmyndavöruverslunina Fótóhúsið árið 1963 sem þau ráku í rúm 20 ár.

Trausti hafði spilað sem rytmagítarleikari en sneri sér síðan að klassískum gítar, fór í Tónlistarskólann á sextugsaldri og útskrifaðist sem gítarleikari á áttunda stigi 1985. Hann kenndi á gítar í Tónlistarskóla Mosfellsbæjar og síðan í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

Trausti hefur verið mikill safnari tónlistarbóka og nótna og hefur verið að binda inn gömul nótnahefti, en hann lærði bókband eftir að hann seldi Fótóhúsið. Hann hefur líka útsett lög og fyrir tíu árum gaf hann út bókina 30 íslensk sönglög útsett fyrir klassískan gítar. Hann er ennþá að grúska í músíkinni og útsetja.

Trausti og Dóra eignuðust þrjú börn, Elsu Thorberg, f. 1950, Edith Thorberg myndlistarmann, f. 1953, d. 2014, og Óskar Thorberg, f. 1958. Barnabörn Trausta og Dóru urðu átta og barnabarnabörnin eru orðin 14. Dóra lést árið 2007.

„Allur hugur minn í dag snýst um afkomendurna og velferð þeirra, sérstaklega yngstu barnabarnabörnin. Þess utan reyni ég fyrst og fremst mér til ánægju að fikta svolítið við gítarinn eins og versnandi heyrn og sjón leyfir,“ segir Trausti Thorberg að lokum.

Nánasta fjölskylda, ættingjar og nánustu vinir munu koma saman á morgun og fagna afmælinu með Trausta.