Elsta starfandi hljómsveit landsins, Lúðrasveit Reykjavíkur, heldur upp á 95 ára afmæli sitt með stórtónleikum í Hörpu á morgun kl. 14. Flutt verða tónverk sem hafa verið sérstaklega samin eða útsett fyrir lúðrasveitina.
Elsta starfandi hljómsveit landsins, Lúðrasveit Reykjavíkur, heldur upp á 95 ára afmæli sitt með stórtónleikum í Hörpu á morgun kl. 14. Flutt verða tónverk sem hafa verið sérstaklega samin eða útsett fyrir lúðrasveitina. Einleikarar á tónleikunum verða flautuleikarinn Sóley Þrastardóttir, Grímur Helgason klarinettuleikari og Frank Aarnink slagverksleikari en stjórnandi lúðrasveitarinnar er Lárus Halldór Grímsson.