Breiðablik hefur samið við belgíska knattspyrnumanninn Jonathan Hendrickx og mun hann spila með liðinu á komandi keppnistímabili. Hendrickx spilaði með FH árin 2015 og 2016 og varð Íslandsmeistari bæði árin.
Breiðablik hefur samið við belgíska knattspyrnumanninn Jonathan Hendrickx og mun hann spila með liðinu á komandi keppnistímabili.
Hendrickx spilaði með FH árin 2015 og 2016 og varð Íslandsmeistari bæði árin. Hann byrjaði tímabilið í Hafnarfirðinum í ár en gekk til liðs við portúgalska B-deildar liðið Leixoes á miðju sumri.
Hendrickx er 23 ára gamall og leikur jafnan í stöðu hægri bakvarðar, en hann kemur til landsins 1. desember til að hefja æfingar með Blikum.