— Morgunblaðið/Árni Sæberg
18. nóvember 1920 Matthías Jochumsson skáld og prestur lést. Viku áður, á 85 ára afmælinu, var hann gerður að heiðursborgara Akureyrar og heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla Íslands. Matthías orti m.a. þjóðsönginn Ó, Guð vors lands! og samdi leikrit,...

18. nóvember 1920

Matthías Jochumsson skáld og prestur lést. Viku áður, á 85 ára afmælinu, var hann gerður að heiðursborgara Akureyrar og heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla Íslands. Matthías orti m.a. þjóðsönginn Ó, Guð vors lands! og samdi leikrit, t.d. Útilegumennina, en það var síðar nefnt Skugga-Sveinn.

18. nóvember 1926

Bæjarstjórn Reykjavíkur ákvað nöfn á nokkrum götum í Vesturbænum, m.a. Sólvallagötu, Ásvallagötu og Hofsvallagötu.

18. nóvember 1936

Reynitré á barmi Nauthúsagils við Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum féll í ofviðri. Það var „mest allra íslenskra trjáa,“ að sögn Morgunblaðsins, talið um tvö hundruð ára gamalt „og á mikill hluti af reynitrjám landsins rót sína að rekja til þessa fræga trés“.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson