Árlegir hátíðartónleikar Kristjáns Jóhannssonar verða í Eldborg Hörpu 2. desember nk., sjöunda árið í röð. „Þetta verður í svipuðum dúr og áður – við ætlum að leggja áherslu á klassíkina, en þó erum við með smelli inni á milli.

Árlegir hátíðartónleikar Kristjáns Jóhannssonar verða í Eldborg Hörpu 2. desember nk., sjöunda árið í röð.

„Þetta verður í svipuðum dúr og áður – við ætlum að leggja áherslu á klassíkina, en þó erum við með smelli inni á milli. Svona eins og við köllum ameríska jólasyrpu, þannig að það verður eitthvað fyrir alla,“ segir Kristján hress í bragði.

Þar koma fram með Kristjáni þau Dísella Lárusdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson, sem syngur Scarpia í Tosca, og Aðalsteinn Már Ólafsson og flytja óperuaríur í bland við hátíðleg jólalög ásamt Óperukórnum í Reykjavík og Karlakór Kópavogs við undirleik sinfóníuhljómsveitar undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar, sem einnig stjórnar Tosca.