Erlendir sjóðir eiga nú 16% hlut í VÍS miðað við lista yfir 20 stærstu hluthafa. Fyrir viku nam hlutdeild þeirra 13%. Sjóðurinn Global Macro Portfolio féll af umræddum lista í vikunni.

Erlendir sjóðir eiga nú 16% hlut í VÍS miðað við lista yfir 20 stærstu hluthafa. Fyrir viku nam hlutdeild þeirra 13%. Sjóðurinn Global Macro Portfolio féll af umræddum lista í vikunni. Sjóður á vegum Miton , The Diverse Income Trust, birtist á hluthafalista VÍS eftir kaup á 1,8% hlut sem metinn er á um 500 milljónir króna. Annar sjóður á vegum Miton, CF Miton UK Multi Cap Income, keypti fyrir um 108 milljónir í vikunni og á orðið 4,5% hlut. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá þá flaggaði vogunarsjóðurinn Lansdowne Partners kaupum á 6,3% hlut í VÍS fyrir viku og er næststærsti hluthafinn.

helgivifill@mbl.is