Tónar Julian, Hólmfríður og Hlín.
Tónar Julian, Hólmfríður og Hlín.
Hlín Pétursdóttir Behrens sópran, Hólmfríður Jóhannesdóttir messósópran og Julian Hewlett píanóleikari flytja sönglög og dúetta eftir Johannes Brahms í Laugarneskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. „Meðal sönglaga eru Sígaunaljóð op.

Hlín Pétursdóttir Behrens sópran, Hólmfríður Jóhannesdóttir messósópran og Julian Hewlett píanóleikari flytja sönglög og dúetta eftir Johannes Brahms í Laugarneskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17.

„Meðal sönglaga eru Sígaunaljóð op. 103, rómantískar perlur eins og Mainacht og Von ewiger Liebe en einnig smámyndir þar sem tónskáldið kemur sínu til skila á áhrifaríkan og beinskeyttan hátt. Brahms vinnur á sinn einstaka máta úr viðfangsefnum rómantíkurinnar innan hinnar þýsku sönglagahefðar. Náttúran endurspeglar innri hræringar ljóðskáldsins, segir sögu, eða segir hana bara alls ekki heldur ýjar að og drepur á dreif, skilur okkur eftir með sorgina, gleðina eða þrána eina saman. Tilfinningar eru tjáðar en um leið er okkur gert ljóst að það er vita vonlaust að ætla sér að skilja þær eða ná utan um þær,“ segir í tilkynningu frá listafólkinu.