Þjóðleikhúsið við Hverfisgötu.
Þjóðleikhúsið við Hverfisgötu.
Ráðherrar mennta- og menningarmála og félags- og jafnréttismála eru hvattir til þess að láta gera óháða og faglega úttekt á umfangi og birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni, ofbeldis og misbeitingar á valdi í sviðslistum og í kvikmynda- og...

Ráðherrar mennta- og menningarmála og félags- og jafnréttismála eru hvattir til þess að láta gera óháða og faglega úttekt á umfangi og birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni, ofbeldis og misbeitingar á valdi í sviðslistum og í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði á Íslandi. Þetta segir í yfirlýsingu sem fulltrúar starfsstétta sem starfa við leiklist sendu frá sér eftir fund sem þeir héldu í gær. Þar er umræðu um þessi mál fagnað og hvatt til þess að steinum verði velt við.

Á fundinum voru fulltrúar úr Félagi íslenskra leikara, Félagi leikstjóra á Íslandi, Félagi leikskálda og handritshöfunda, Bandalagi íslenskra listamanna og frá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Menningarfélagi Akureyrar, Íslensku óperunni, sjálfstæðu leikhúsunum, Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Samtökum kvikmyndaleikstjóra og RÚV.