Sigurbjörn Þorbjörnsson fæddist í Reykjavík 18.11. 1921. Hann var sonur hjónanna Þorbjörns Þorsteinssonar, trésmíðameistara í Reykjavík, og Sigríðar Maríu Nikulásdóttur húsfreyju. Eiginkona Sigurbjörns var Bettý Ann H.

Sigurbjörn Þorbjörnsson fæddist í Reykjavík 18.11. 1921. Hann var sonur hjónanna Þorbjörns Þorsteinssonar, trésmíðameistara í Reykjavík, og Sigríðar Maríu Nikulásdóttur húsfreyju.

Eiginkona Sigurbjörns var Bettý Ann H. Þorbjörnsson húsfreyja, frá Minneapolis í Bandaríkjunum. Synir þeirra eru Björn Þór yfirlæknir og Markús hæstaréttardómari.

Sigurbjörn lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands 1942 og BBA-prófi 1946 frá University of Minnesota, School of Business Administration.

Sigurbjörn starfaði við Skattstofuna í Reykjavík 1942-43 og 1946 til 1951, var aðalbókari hjá Flugfélagi Íslands frá ársbyrjun 1951-62, en frá þeim degi gegndi hann embætti ríkisskattstjóra til 1986, þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Frá þeim tíma var hann formaður samninganefnda við gerð milliríkjasamninga í skattamálum, á vegum fjármálaráðuneytisins fram á haust 1991.

Sigurbjörn var fulltrúi Íslands á fundum OECD um fjármál, formaður Honorary Business Administration Fraternity og Honorary Accountants Fraternity 1946, sat í milliþinganefnd í skattamálum, í niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur, formaður nefndar til athugunar á skrifstofuhaldi Reykjavíkurbæjar og bæjarstofnana og endurskoðandi Eimskipafélagsins um langt árabil. Hann var formaður Lionsklúbbsins Baldurs, Nemendasambands VÍ, ríkisskattanefndar og skattasektanefndar um skeið.

Sigurbjörn fékk viðurkenningar fyrir námsárangur í Verzlunarskóla Íslands og við University of Minnesota, School of Business Administration. Hann var sæmdur riddarakrossi og síðar stórriddarakrossi fálkaorðunnar, orðunni Commandeur de l'Ordre du Lion de Finlande og sænsku Kommandör av Kungl. Nordstjãrne Orden.

Sigurbjörn lést 28.6. 1998.