Signý Sæmundsdóttir
Signý Sæmundsdóttir
Yndislegt líf er yfirskrift styrktar- og afmælistónleika sem haldnir verða í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, kl. 16. Allur ágóði af tónleikunum fer til styrktar Umhyggju – félagi langveikra barna.
Yndislegt líf er yfirskrift styrktar- og afmælistónleika sem haldnir verða í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, kl. 16. Allur ágóði af tónleikunum fer til styrktar Umhyggju – félagi langveikra barna. Meðal þeirra sem fram koma eru Einar Clausen, Söngfuglar, Viðar Gunnarsson, Kammerkór Reykjavíkur, Söngfjelagið Góðir grannar, Ólafur Magnússon, Þrjár klassískar, Húnakórinn, Signý Sæmundsdóttir og Karlakór Kjalnesingja. Eiríkur Grímsson, söngstjóri og tónskáld, sem fagnar sjötugsafmæli, stjórnar fjöldasöng í lok tónleika. Miðaverð er 2.500 krónur.