— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Jónasarsetur, Menningarfélagið Hraun í Öxnadal, býður til afmælisdagskrárinnar undir nafninu Á íslensku má alltaf finna svar í dag, laugardaginn 18. nóvember kl. 14, í Hamraborg í Hofi í samvinnu við Menningarfélag Akureyrar.

Jónasarsetur, Menningarfélagið Hraun í Öxnadal, býður til afmælisdagskrárinnar undir nafninu Á íslensku má alltaf finna svar í dag, laugardaginn 18. nóvember kl. 14, í Hamraborg í Hofi í samvinnu við Menningarfélag Akureyrar. Tilefnið er 210 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskálds, náttúrufræðings og nýyrðasmiðs.

Meðal dagskrárliða er hugleiðing Kristínar S. Árnadóttur bókmenntafræðings um Jónas Hallgrímsson og orðasmíð hans og þá verða ljóð ungskálda, sem tekið hafa þátt í samkeppni Amtsbókasafnsins og Akureyrarbæjar, lesin upp. Þá munu norðlensku tónlistarkonurnar Þórhildur Örvarsdóttir, Helga Kvam og Lára Sóley Jóhannsdóttir syngja og leika nokkur lög við ljóð Jónasar.

Kynnir á hátíðinni er sr. Oddur Bjarni Þorkelsson.